Blog RSS



Hjörtur og Kaffibrugghúsið

Hjörtur Matthías Skúlason er menntaður vöruhönnuður og lærði bæði hér heima við Listaháskóla Íslands og Goldsmith í London. Verkefnin hans hafa verið mörg og skemmtileg en ólík á sama skapi. "Strax eftir útskrift frá Listaháskólanum þá mynduðum við Elín Bríta Sigvaldadóttir bekkjasystir mín ásamt Hrönn Snæbjörnsdóttur menningarmiðlara hönnunarteymi sem við nefndum Hlutagerðin. Hlutagerðin var skemmtilegt verkefni þar sem við skoðuðum okkur við að vinna með náttúruleg efni og endurnýtingu. Verkefni Hlutagerðarinnar átti stóran hóp aðdáanda og var okkur boðið að taka þátt í sýningum erlendis t.d. Grand-Hornu safninu í Belgíu, Grand Palais í París, Mudac safninu í Sviss og auðvitað í Reykjavík, Spark Design Space. Hönnun og listir hafa átt hug minn allan og hefur mín vinna undanfarin ár verið...

Haltu áfram að lesa