Hjörtur Matthías Skúlason er menntaður vöruhönnuður og lærði bæði hér heima við Listaháskóla Íslands og Goldsmith í London. Verkefnin hans hafa verið mörg og skemmtileg en ólík á sama skapi.
"Strax eftir útskrift frá Listaháskólanum þá mynduðum við Elín Bríta Sigvaldadóttir bekkjasystir mín ásamt Hrönn Snæbjörnsdóttur menningarmiðlara hönnunarteymi sem við nefndum Hlutagerðin.
Hlutagerðin var skemmtilegt verkefni þar sem við skoðuðum okkur við að vinna með náttúruleg efni og endurnýtingu. Verkefni Hlutagerðarinnar átti stóran hóp aðdáanda og var okkur boðið að taka þátt í sýningum erlendis t.d.
Grand-Hornu safninu í Belgíu, Grand Palais í París, Mudac safninu í Sviss og auðvitað í Reykjavík, Spark Design Space.
Hönnun og listir hafa átt hug minn allan og hefur mín vinna undanfarin ár verið svolítið samkrull af þessu tvennu, ég sá til dæmis um "Kjallarinn gallerí" á Skólavörðustig 12. í 1 ár 2018-2019.Uppsetning og skipulagning á hönnunarsýningu fyrir Breska Hönnuðinn Tom Dixon sem í Reykjavík 2018. Eitt af mínum uppáhalds verkefnum var samstarfsverkefni við Hollenska hönnunarfyrirtækið MOOOI þar sem ég valdi 2 íslenska myndlistarmenn og verk eftir þá sem voru svo prentuð sem gólfmottur og seldar til styrktar Krabbameinsfélags Íslands á Mottu mars 2018. En auk viðburða þá hef ég fengist við innanhús hönnun og grafískahönnun, þá má tildæmis nefna logo sem ég gerði fyrir Kaffibrugghúsið 2016."
"Ég bjó í Hamborg í Þýskalandi þegar Sonja hafði samband við mig og sagði mér frá stórskemmtilegri hugmynd sem hún og Njáll ætluðu að hrinda í framkvæmd. Það væri marghliða kaffifyrirtæki og að þau væru búin að velja nafnið Kaffibrugghúsið.
Þetta voru frábærar fréttir af þeim félögunum og bað hún mig um að koma með tillögur að logoi fyrir þau. Það fóru samt að renna á mig 2 grímur þegar ég áttaði mig á að ég væri að fara gera logo með 15 stafa orði.
Nokkrum hugmyndum var hent fram og til baka, en að lokum þá náðum við að ramma þetta inn.
Kaffi er ræktað víða og vaxtaskilyrði gefa kaffinu eigin bragðtóna, sumir sjá fyrir sér liti þegar þeir útskýra bragð og því valdi ég að gefa einni útfærslu á logoinu fullt af kraftmiklum litum."
"Eftir ræktun, tínslu og þurrkun þá fer kaffið iðurlega á markað og er selt. Þessar fallegu, hörðu og fölgrænu kaffibaunir lenda í höndum fólks eins og Sonju og Njáli. Sem vinna svo kaffið í kaffibrennsluofni úr pottjárni, inní honum er nokkurskonar tromla sem snýst á fullu yfir miklum gashita sem ristar kaffið. Þessi athöfn fannst mér vera mjög mikilvæg fyrir logoið. Hreyfingin minnir á öldugang sem á líka vel við þar sem fyrirtækið fékk húsnæði á hafnarsvæðinu í Reykjavík. Hreyfing og litir voru stikkorðin sem ég notaði til að fanga það sem Kaffibrugghúsið stendur fyrir."
Við í Kaffibrugghúsinu erum mjög lukkuleg með lógóið og tölum stolt um það við hvern þann kaffiunnanda sem vill hlusta. 'Aður en við náðum að ramma inn niðurstöðuna sendum við lógóið útí hinn stóra kaffiheim til fagaðila og kaffiunnenda, sem við höfðum unnið með og fengum álit þeirra. Öllum fannst magnað að baunirnar væru á hreyfingu og að nafnið væri á íslensku til að halda sérstöðu og virða hvaðan við kæmum.
Hjörtur Matthías er ekki bara klár heldur var líka einfalt að útskýra hverju við vildum ná fram. Frumleika, eldmóði, pönki, litum en samt að vera einfalt! Og það kom sér líka vel að Hjörtur hefur unnið í kaffiheiminum til margra ára með Sonju og keppt margsinnis í kaffibarþjóna keppnum við Njál. Og já hann hannaði líka verðlaunagripina sem hafa verið notaðir í mörg ár Íslandsmótum Kaffibarþjóna.
Takk kærlega fyrir að hafa verið svona stór hluti af Kaffibrugghúsinu