Honduras Kaffikassinn

Honduras Kaffikassinn

Venjulegt verð 7.800 kr
Einingarverð  per 
Skattur innifalinn

Kaffikassinn er spennandi fyrir kaffiunnendur sem vilja kafa dýpra inní bragðheim sérvaliðs kaffis (Speciality Coffee). 

Í þessum skemmtilega kaffikassa eru þrír pakkar af kaffi frá Sagastume feðgum. Bræðurnir Yerin og Yeltsin fengu fyrir nokkrum árum smá skika af ættarjörðinni frá föður sínum Don Pedro Sagastume til að rækta undir sínu eigin nafni.  Fjölskyldubúgarðurinn heitir Los Quetzales og er staðsettur í Santa Barbara héraði. 

Kaffið frá Yeltsin er af Parainema yrki og unnið með hálfþveginni aðferð eða honey process. Hann á kaffibúgarð sem heitir El Ocoto og er steinsnar frá Los Quetzales. Kaffið frá Yerin er af Pacas yrkinu og er einnig unnið með hálfþveginni aðferð eða honey process. Yerin býr heima á Los Quetzales. Og kaffið frá sjálfum Don Pedro er einnig af Pacas yrki og unnið með þveginni aðferð eða washed process.

Hondúras kaffikassinn bíður uppá einstakt tækifæri til þess að smakka og upplifa kaffi frá sömu fjölskyldu.  En þó frá mismunandi ræktunar staðsetning í hlíðunum, mismunandi yrki og vinnsluferðir. 

p.s. Við völdum þetta kaffi í blindsmökkun og við gátum ekki ákveðið hvað af þessum 3 tegundum við ætluðum að kaupa. Við urðum skemmtilega hissa þegar kom í ljós að kaffið var allt frá Segastume feðgum þannig að það kom ekkert annað til greina en að kaupa frá öllum þremur. Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því. 

Það er möguleiki að bæta við kassann handgerðu súkkulaði frá Sandholts bakarí.