Það er fátt eitt skemmtilegra en að fá upplifun í jólagjöf.
Fagsmökkunarnámskeiðið hefur verið eitt vinsælasta námskeiðið hjá Kaffibrugghúsinu.
Þetta námskeið hefur verið uppáhald margra vinahópa, fjölskyldna, vinnustaða og annara klúbba svo fátt eitt sé nefnt.
Námskeiðið er létt og skemmtileg innsýn inní slunginn kaffiheiminn. Farið er í gegnum ræktun og vinnslu á kaffinu í myndmáli. Og svo með samanburðarsmökkun á nokkrum kaffitegundum er ilmur og bragð sett í samhengi við faglegt bragðhjól.
Námskeiðið fer fram í litlum hópum, allt frá 2 - 6 manns í hóp og er 2 tímar að lengd.