Málmfilterinn er margnota filter fyrir flestar Aerupressur (passar ekki í XL).
Þetta er góður kostur þar sem hægt er að nota filterinn aftur og aftur.
Málmfilterinn gefur líka aðra upplifun í kaffibruggi þar sem filterinn hleypir meir af olíum í gegn og gefur kaffinu oft meiri fyllingu.
Góður kostur fyrir þá sem vilja vera umhverfisvænni þar sem filterinn er margnota og þú þarft ekki að notast við einnota pappírsfiltera.
Mjög gott að nota þessa vöru með Flæðisstýringarlokinu (Flow Control Cap)