Kaffikassinn er spennandi fyrir kaffiunnendur sem vilja kafa dýpra inní bragðheim sérvalins kaffis (Speciality Coffee).
Í þessum skemmtilega kaffikassa eru þrír pakkar af kaffi frá Sagastume feðgum. Fjölskyldubúgarðurinn heitir Los Quetzales og er staðsettur í Santa Barbara héraði.
Kaffið frá Yerin Sagastume er af Pacas yrkinu og er unnið með hálfþveginni aðferð eða honey process. Yerin býr á Los Quetzales ásamt foreldrum sínum. Og kaffið frá sjálfum föðurnum Don Pedro er einnig af Pacas yrki og unnið með þveginni aðferð eða washed process og svo erum við með 3 tegundina sem er einnig Pacas yrki og unnið í berþurrkaðri aðferð eða natural process
Hondúras kaffikassinn bíður uppá einstakt tækifæri til þess að smakka og upplifa kaffi frá af sama yrki og frá sömu fjölskyldu. En þó er mismunandi ræktunar staðsetning í hlíðunum og mismunandi vinnsluferðir.
p.s. Við höfum skipt við Sagastume feðgana í nokkur ár og erum alltaf jafn ánægð með uppskerurnar. Og því kom ekkert annað til greina en að kaupar þrjár vinnsluaðferðirnar af sama yrkinu til að nördast aðeins. Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því.