Land: Kongó - Bahavu
Hérað: Idjwi Island – Lake Kivu
Kaffibúgarður: Samvinnufélag af smábændum frá CPNCK ( Coopérative des Producteurs Novateurs de Café au Kivu)
Tínsluaðferð: Handtínt
Yrki: : Bourbon, Catimore
Vinnsluaðferð: Þvegið á 12 þvottastöðum með 24 klukkutíma gerjunarferli að meðaltali.
Þurrkunaraðferð: á lokuðum “African Beds” í 14-21 daga
Flokkun: hand flokkað hjá samvinnufélaginu á eyjunni Lweza
Stærð baunarinnar: 14 og uppúr
Uppskerutímabil: Mars – Júní 2020
Bragðeiginleikar:
Hæð yfir sjávarmáli: 1460-2000m
Þyngd: 60kg í GrainPro
Stærð ræktunarsvæðis: 450 Ha, around 0,5 Ha pr farmer
Úrkoma mm á ári: 1500 mm
Meðal hitastig : 24gráður
Bragðlýsingar eru alltaf leiðandi og skemmtilegast er að hver og einn finni sínar bragðlýsingar. Og þegar við smökkuðum kaffið kom upp í hugann:
Rabbabari, sulta, bergamont, jasmín
Kaffisagan:
Kaffiræktunarsvæðið á Idjwi eyju sem dreifist meðfram Edward vatninu og Virgunga garðinum er þekkt fyrir óvenjubundna lifræðilega fjölbreytni, mikið dýralíf og fjallagórillur.
Á eyjunni (340km2) búa um 250.000 manns
- 2,500 kaffibændur - 29% af þeim eru konur
- 280 manns - 36% women – á þvottastöðinni og vöruhúsinu
- Bændurnir reka skóla til að viðhalda þekkingu og auka gæði í framleiðslu
- Miklir möguleikar á því að vaxa og auka tekjur í gegnum Sérvalið kaffi (specialty coffee)
- Kaffið er ræktað í skugga af öðrum trjám. Það er til varnar að þau verði felld og auki á eyðingu skóglendis.
- Einungis er notaður lífrænn áburður til að kaffið geti staðið undir nafni að vera ræktað lífrænt. Þau eru að vinna í því að fá stimpil um að vera ”Fairtrade Organic”.
- Allar þvottastöðvarnar eru með sólar panel til að nota sólarorkuna og þurrkmillurnar eru drifnar áfram af vatnsorku