Land:Kólumbía – Los Deseos / Hérað:Huila , San Augustin – í hæðum Andes fjalla
Kaffibúgarður: Smábændur úr héraði (15bændur) / Tínsluaðferð: Handtínt
Yrki: Caturra / Vinnsluaðferð: Þvegið með 13-15 klukkutíma gerjunarferli
Þurrkunaraðferð: sólþurrkað á “African Beds” í 15-20 daga
Flokkun: hand- og vélaflokkun
Uppskerutímabil: Allt árið um kring / Hæð yfir sjávarmáli: 1750m
Þyngd: 60kg í GrainPro / Stærð ræktunarsvæðis: 17,000 Ha
Úrkoma mm á ári: 18.50 mm / Meðal hitastig : 27gráður
Bragðlýsingar eru alltaf leiðandi og skemmtilegast er að hver og einn finni sínar bragðlýsingar. Og þegar við smökkuðum kaffið kom upp í hugann:
Jarðarber, appelsína, sætt og pínu villt.
Kaffisagan:
Bændurnir bak við Los Deseoes eru frá svæði Andes fjalla. Margir af þeim eru fórnarlömb átaka og hafa misst lönd sín. En eru nú komnir í uppbyggingar verkefni sem eru ætluð til að þeir geti endurheimt býli og haldið áfram framleiðslu. Með stuðningi hver af öðrum hefur Los Deseoes náð að auka lífsgæði fjölskyldnanna með þvi að hækka gæða stuðul ræktunarinnar og koma henni í jafnvægi.
Bændurnir hafa aðgang að þjálfun og fagaðstoð til að auka gæði búskaparins útfrá umhverfissjónarmiðum og samfélagslegri ábyrgð.
Núna hefur Los Desoes einnig aðgang að alþjóðlegum kaffimarkaði og er markmiðið er að öðlast virðingu og vinsældir meðal alþjóðlegra viðskiptavina eins og til dæmis hér á Íslandi.
Huila er staðsett í suður Kólumbíu og er það hin fræga á Magdalena sem rennur um hana miðja.
San Agustin er hérað og bær um 45mínútna keyrslu frá Pitalito í suður Huila. Svæðið er kallað ‘Colombian Massif’, sem er með tilvísun í fjallasali Andean fjalla.