El Salvador Kaffikassinn

El Salvador Kaffikassinn

Venjulegt verð 7.300 kr
Einingarverð  per 
Skattur innifalinn

Kaffikassinn er spennandi fyrir kaffiunnendur sem vilja kafa dýpra inní bragðheim sérvaliðs kaffis (Speciality Coffee). 

Í þessum skemmtilega kaffikassa eru þrír pakkar af kaffi frá Finca Atzumpa kaffibúgarðinum í héraði Apaneca-Ilamatepec og er framleitt af Andres Acosta kaffibónda. 

Kaffið er af Bourbon yrki  og unnið með þremur mismunandi vinnslu aðferðum þ.e. þvegið (washed), hálf þvegið/Honey og Berþurrkað (Natural)

El Salvador kaffikassinn bíður uppá einstakt tækifæri til þess að smakka og upplifa hversu ólíkar vinnsluaðferðirnar eru og hvaða bragðeiginleika þær draga fram í kaffinu. 

Það er möguleiki að bæta við kassann handgerðu súkkulaði frá Sandholts bakarí.