El Salvador - Finca Lorena - 250g
El Salvador - Finca Lorena - 250g
El Salvador - Finca Lorena - 250g

El Salvador - Finca Lorena - 250g

Venjulegt verð 2.500 kr
Einingarverð  per 
Skattur innifalinn

 Land: El Salvador – Finca Lorena  /   Hérað: Ataco , Ahuachapán

Kaffibúgarður: Finca Lorena - Renato Arturo Romero kaffibóndi

Tínsluaðferð: Handtínt   /   Yrki: Orange Bourbon

Vinnsluaðferð: Þvegið með 8 klukkutíma gerjunarferli

Þurrkunaraðferð: sólþurrkað á stétt í 14 daga og snúið á 30mínútna fresti

Flokkun: hand- og vélaflokkun í stærð #15

Uppskerutímabil: Janúar - Mars 2020

Hæð yfir sjávarmáli: 1300m   /   Þyngd: 60kg í GrainPro

Stærð ræktunarsvæðis:17,000 Ha / Úrkoma :1,850 mm/Meðal hitastig: 27gráður

Kaffisagan:

Renato Arturo Romero, hefur verið eigandi af Finca Lorena síðan 1989 þegar hann erfði föður sinn. Fjölskyldukaffisagan nær þó aftur um nær 140 ár frá einni kynslóð til annarar. Árið 2017, var Renato áhugasamur um Cup of Excellence og ákvað að taka þátt. Hann sendi inn Pacamara yrki sem var mikil áskorun vegna tímasetningar keppninar þeas miðað við uppskerutímabil. Honum tókst að safna saman í litla uppskeru og senda inn í keppnina. Hann náði í 21.sæti. Þessi reynsla ýtti undir sýnileika búgarðsins og veitti Renato innblástur að halda áfram á sömu braut og auka enn frekar á gæði ræktunar með þróun á betri jarðvegi, Þvottaaðstöðu, þurrkunaraðstæðum osfr.

Ahuachapán er höfuðborg og hérðað í vestur El Salvador og liggur að landamærum Gvatemala.

Bragðlýsingar eru  alltaf leiðandi og skemmtilegast er að hver og einn finni sínar bragðlýsingar. Og þegar við smökkuðum kaffið kom upp í hugann:

Sætt, ávextir, mjólkur súkkulaði með góðri fyllingu.