Aðventu kaffi dagatal 2022

Aðventu kaffi dagatal 2022

Venjulegt verð 11.712 kr
Einingarverð  per 

Dagatal með fjórum 250g pakkningum af Sérvöldu óvissukaffi sem er sérkeypt inn og valið fyrir dagatalið. Dagatalið gleður vit og andlega heilsu sem og eykur á hátíðleika meðan kveikt er á aðventukertinu og geggjað með smákökum  í aðdraganda jólanna. Kaffiunnendur eiga eftir að flippa!

Pakki númer 1 opnast  og hellist uppá þann fyrsta í aðventu eða sunnudaginn 27.nóvember 2022. Pakki númer 2 opnast sunnudaginn 4.desember, pakki númer 3 opnast sunnudaginn 11. desember og sá 4 opnast á sunnudaginn 18.desember. Pakkarnir eru merktir með tölustöfum en blöðungur með upplýsingum um hverra manna kaffið er fylgir.

Kaffið verður allt ristað í meðalbrennslu, hugsað fyrir uppáhelling en virkar líka vel sem ljósristað espresso. 

Kaffið er afhent í baunum en ef engin kaffikvörn er á heimilinu getum við reynt að vera ekki með hroka og malað eftir þörfum. Núll mál!

Pantanir á Aðventu kaffi dagatalinu verða afhendar/sendar út með póstinum frá kl. 9 að morgni 23.nóvember - og fram til kl. 18 þann 25.nóvember. 

panta þarf fyrir 19.nóvember 2022  - á Kaffibrugghusid@gmail.com