Land: Brasilía / Hérað: Alta Mogiana
Kaffibóndi: Niwaldo Antônio Rodrigue
Búgarður: Fazenda da Lagoa / Yrki: Red Catuaí
Vinnslu aðferð: Berþurrkað/Natural / Uppskerutímabíl: Júní-Ágúst
Hæð yfir sjávarmáli: 1000m / Þyngd: 60kg sekkir
Vöruhús: EU - Hamburg, Germany – Schwarze
Bragðlýsingar eru alltaf leiðandi og skemmtilegast er að hver og einn finni sínar bragðlýsingar. Og þegar við smökkuðum kaffið kom upp í hugann:
Bökuð epli, kirsuber, súkkulaði, þurrkaðir ávextir, jarðarber, mandarína
Niwaldo og bræður hans Ailton og Maurivan eru kaffibændur af annarri kynslóð. Foreldrar þeirra byrjuðu kaffiræktunina uppúr 1960. Þau seldu síðan búgarðinn 1976 og fluttu til borgarinnar til að börnin þeas þeir bræður, gætu fengið góða menntun.
Þegar þeir bræður höfðu lokið námi var keyptur lítill kaffibúgarður á Franca svæðinu fyrir utan São Paulo. Og svo gerðist það að í kringum 1981 eyðilagðist öll uppskeran og kaffitré á búgarðinum vegna mikilla frosta.
Þetta leiddi til þess að þeir bræður seldu búgarðinn og keyptu aðra jörð sem lofaði góðu með frjósömum jarðvegi. Þeir kölluðu þá jörð, Fazenda Lagoa og var hún staðsett á svipuðum slóðum og fyrsti búgarður foreldra þeirra. Smám saman héldu þeir áfram uppbyggingunni og leigðu nærliggjandi búgarði til að stækka uppskerumöguleikana. Þeir eru nú með 5 kaffibúgarði sem þeir leigja, samtals 570 hektara og af þeim eru 450 hektarar undirlagðir undir kaffitré.
Bræðurnir hafa náð að halda ástríðunni gagnvart ræktuninni og þeir bæta endalaust í þekkingarbrunninn.
Þeir rækta mismunandi yrki og vinnsluaðferðir og kaffið er þurrkað á stéttum. Þeir bræður eru meðvitaðir um alla þætti í kaffikeðjunni frá baun í bolla og gera sitt besta að vanda til sinna verka