Eþíópía - Shakiso Wako - Lífrænt ræktað - 250g
Eþíópía - Shakiso Wako - Lífrænt ræktað - 250g
Eþíópía - Shakiso Wako - Lífrænt ræktað - 250g
Eþíópía - Shakiso Wako - Lífrænt ræktað - 250g
Eþíópía - Shakiso Wako - Lífrænt ræktað - 250g

Eþíópía - Shakiso Wako - Lífrænt ræktað - 250g

Venjulegt verð 2.300 kr
Einingarverð  per 
Skattur innifalinn

Yndislegt og margslungið kaffi frá Eþíópíu. Það kemur frá Tade GG búgarðinum, unnið á Sewana þvottastöðinni í Kebele þorpinu. Shakiso  er “woreda” eða umdæmi á Guji svæði í Oromia héraðinu.  Wako er nafnið á félagsbúinu sem vinnur kaffið og er þessi uppskera merkt Block2.  Kaffið frá Shakiso Wako er lífrænt ræktað, unnið í þveginni vinnslu og ræktað í 2230 m yfir sjávarmáli. Það er blandað Herloom af 74110 og 74112 yrkjum.

Bragðlýsingar eru  alltaf leiðandi og skemmtilegast er að hver og einn finni sínar bragðlýsingar. Og þegar við smökkuðum kaffið kom upp í hugann: Blóm, Te, Rós, rjómakennt. Miðlungs fylling í átt að te með löngu og ljúfu eftirbragði. Mjög skemmtilegur bolli.

Land: Eþíópía - Shakiso Wako / Hérað: Oromia – Guji svæði   / Þvottastöð: Sewana þvottastöðin

Kaffibúgarður: Tade GG  /  Yrki: blandað Heirloom 74110 and 74112

Vinnsluaðferð: Þvegið / Washed  / Uppskerutímabil: Október - Janúar

Bragðeiginleikar: Blóm, Te, Rós, Rjómakennt, langt eftirbragð

Hæð yfir sjávarmáli: 2230 meters / Lífrænt ræktað / Organic grown

Þyngd: 60kg í GrainPro / Vöruhús staðsett: EU - Hamburg, Germany – Schwarze

Sem lífrænt ræktað kaffi er ræktunin án alls illgresiseyði, skordýraeiturs og annars jarðefnafræðilegra eitur efna. Á þvottastöðinni fær svo hver skrásettur reitur lotunúmer til að viðhalda gegnsæi og rekjanleika uppskerunnar.

Kaffið er ræktað í 2170-2300 metrum yfir sjávarmáli.

Kaffiyrkin í þessum skrásettu reitum eru blönduð gömul afbrigði “heirloom” og númer 74110 og 74112, og eru þau mjög algeng í Guji svæðinu. Þau voru þróuð uppúr 1970 í “Jimma Agricultural Research Center (JARC)”  til að sporna við sjúkdómum sem herja á kaffiberið. Þróun þessara tveggja  yrkja byrjaði 1974 sem útskýrir “74” í byrjun númersins.

Yrkin 74110 og 74112 eiga bæði rætur sínar að rekja til “mother tree” í Bishari þorpinu í Illuababora svæðinu og voru tilbúin í kringum 1979 þegar búið var að prófa þau gegn sjúkdómum og kanna afrakstursgetu sem tekur nokkur ár í framkvæmd. Einkenni beggjað trjánna er að þau eru stutt og mjög þétt á milli greina. Lítil lauf, smágerð kaffiber og kaffibaunir.