Jólastuðkassinn
Jólastuðkassinn

Jólastuðkassinn

Venjulegt verð 6.490 kr
Einingarverð  per 
Skattur innifalinn

Jólastuð kassinn inniheldur tvær tegundir af sérvöldu kaffi (specialty coffee) og hentar sem tækifærisgjöf á aðventunni sem og undir jólatréið. Okkur þykir oft gaman að vera með tvær ólíkar tegundir sem gleðja bragðlaukana. Sem dæmi má nefna að vera með mismunandi kaffilönd eða vinnsluaðferðir. 

Þessi Jólastuðkassi hefur tvær mismunandi útfærslur:

1. Kosta Ríka - Colorado búgarðinum / Kólumbíu - Aponte samyrkjubúi

Kosta Ríka kaffið er berþurrkað (natural process) Catimor 51 yrki. kaffið er flókið, pínu fönkí og með bragðeiginleika á borð við blandaða suðræna ávexti, dökkt súkkulaði, vanillu, rifsber.

Kólumbíu Aponte kaffið er af Caturra yrki og er unnið með  hálfþveginni aðferð eða honey vinnsluaðferðin. Kaffið er flókið og mjög tært, með bragðeiginleikum steinaávexta, rauðra epla, kanill, karamella og toffí.

 

2.Eþíópíu - Acasia / Kosta Ríka - Colorado búgarðinum

Eþíópíu kaffið er frá smábændum úr héruðum Yirgacheffe og Guji og er blandað Heirloom. Kaffið er þvegið og bragðeiginleikar sem komu uppí hugann þegar við smökkuðum voru blóm, græn epli, ananas, mjólkursúkkulaði, grape, sætt og miðlungs fyling. Yndislegt!

Kosta Ríka kaffið er berþurrkað (natural process) Catimor 51 yrki. kaffið er flókið, pínu fönkí og með bragðeiginleika á borð við blandaða suðræna ávexti, dökkt súkkulaði, vanillu, rifsber.