Espresso


Espresso ristunin dregur fram dekkri bragðtóna úr kaffinu, góða fyllingu og lægri sýrni en filter ristunin. Kaffið er því heppilegra til notkunar í Espressóvél eða Mokkakönnu.

En það má auðvitað nota kaffið í allar tegundir uppáhellingar ef leitað er eftir kröftugri bolla. 

Margar uppskriftir er hægt að styðjast við þegar kemur að því að hella uppá. Ein þumalputta regla sem SCA (Specialty Coffee Association) hefur mælt með er 55-60gr í einn lítra af vatni. Og svo má benda á það augljósa að ný framleitt kaffi, og malað eftir þörfum rétt áður en hellt er uppá eru nauðsynlegir þættir í því að hella uppá ljúfengan kaffibolla og ná fram bestu gæðum kaffisins.